Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík bætir við sig markverði
David Preece er tilbúinn í átökin með Keflavík í sumar.
Fimmtudagur 2. maí 2013 kl. 16:20

Keflavík bætir við sig markverði

- Veitir Ómari Jóhannssyni samkeppni í sumar

Markvörðurinn David Preece er genginn til liðs við Keflavík og hefur gert þriggja mánaða samning sem hægt er að framlengja. Markverðir Keflavíkur hafa verið að glíma við meiðsli og mun Árni Freyr Ásgeirsson ekkert verða með í sumar en Ómar Jóhannsson er nýbyrjaður að leika eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

David Preece er 36 ára gamall og hóf feril sinn í heimabæ sínum Sunderland. Hann var á mála hjá Sunderland en lék ekki með aðalliði félagsins.  Síðan hefur hann leikið með Darlington, Aberdeen og dönsku liðunum Silkeborg IF og OB. Þess má geta að þeir Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson voru liðsfélagar David hjá Silkeborg. Hann lék síðan með Barnsley og í vetur lék David nokkra leiki með Lincoln í ensku utandeildinni.

Fyrsti leikur Keflavíkur í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð fer fram á sunnudagskvöld. Þá fer Keflavík í heimsókn í Kaplakrika og mæta þar Íslandsmeisturum FH.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024