Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík áfram eftir taugaspennuleik – 37 stig hjá Bryndísi
Þriðjudagur 9. mars 2010 kl. 08:33

Keflavík áfram eftir taugaspennuleik – 37 stig hjá Bryndísi


Keflavíkurstúlkur eru komnar áfram í fjögurra liða úrslit Iceland Express deildar kvenna eftir sigur á Snæfelli í gær. Úrslit leiksins urðu 112-105 eftir æsipennandi og framlengdan leik í Stykkishólmi.
Keflavík var með forystu í stöðunni 94-86 þegar innan við ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Snæfell sýndi mikla baráttu og náði að jafna í 96-96 þegar aðeins 12 sekúndur voru eftir af leiknum. Hvorugt liðið skoraði á þeim tíma sem eftir var og því þurfti að fara í framlengingu þar sem taugar Keflavíkurliðsins reyndust sterkari en andstæðinganna.

Bryndís Guðmundsdóttir átti stórleik hjá Keflavík en hún skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Birna Valgarðsdóttir átti einnig mjög góðan leik en hún skoraði 31 stig. Kristi Smith gerði 29 stig.
---


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Bryndís Guðmundsdóttir fór á kostum í liði Keflavíkur, skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst.