Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík áfram á toppi Subway-deildar kvenna
Daniela Wallen var frábær í liði Keflavíkur, með nítján stig, tólf fráköst, tólf stoðsendingar og 38 framlagspunkta. Nafna hennar í Grindavíkurliðinu, Danielle Rodriquez, var einnig með nítján stig en hún tók fimm fráköst, átti sjö stoðsendingar og var með 21 framlagspunkt. VF-myndir/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 20. febrúar 2023 kl. 09:04

Keflavík áfram á toppi Subway-deildar kvenna

Keflvíkingar unnu góðan sigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær. Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik tóku Kelfvíkingar öll völd á vellinum og tryggðu sér 23 stiga sigur að lokum (84:61). Njarðvík lék í Hafnarfirði gegn Haukum og voru það heimakonur sem byrjuðu betur. Haukar höfðu tólf stiga forystu í hálfleik en Njarðvíkingar bitu frá sér í þriðja leikhluta og jöfnuðu leikinn í 52:52, það voru svo Haukar sem reyndust sterkari í fjórða leikhluta og unnu að lokum með þremum stigum (76:73).

Keflavík er í efsta sæti með 36 stig, Njarðvík í því fjórða með 22 stig en Grindavík er í fimmta sæti með sextáns stig.

Birna Valgerður Benónýsdóttir setti niður átján stig og tók þrjú fráköst í gær.

Keflavík - Grindavík 84:61

(18:9, 21:26, 28:13, 17:13)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 19/12 fráköst/12 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 18, Anna Ingunn Svansdóttir 12/5 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 9/4 fráköst, Karina Denislavova Konstantinova 8/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Ólöf Rún Óladóttir 4, Gígja Guðjónsdóttir 3, Eygló Kristín Óskarsdóttir 3/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0.
Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Elma Dautovic 12/7 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 9, Hulda Björk Ólafsdóttir 8, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 7/9 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 3, Elín Bjarnadóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0/4 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leik Keflavíkur og Grindavíkur og má sjá myndasafn úr leiknum neðst á síðunni.


Eins og svo oft áður var það Aliyah Collier sem dró vagninn hjá Njarðvík, hún var með 33 stig, sextán fráköst, fjórar stoðsendingar og 36 framlagspunkta.

Haukar - Njarðvík 76:73

(21:16, 15:9, 16:28, 24:20)

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 33/16 fráköst, Raquel De Lima Viegas Laneiro 20/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Lavinia Joao Gomes Da Silva 4/6 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/12 fráköst, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Keflavík - Grindavík (84:61) | Subway-deild kvenna 19. febrúar 2022