Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík áfram á sigurbraut
Laugardagur 19. október 2013 kl. 18:10

Keflavík áfram á sigurbraut

Ósigraðar á toppnum

Keflvíkingar hafa nú unnið alla fjóra leiki sína til þessa í Domino-deild kvenna í körfubolta. Í kvöld unnu þær fremur auðveldan sigur á Hamarskonum á heimavelli sínum, TM Höllinni. Leikurinn var að vísu jafn í fyrri hálfleik en gestirnir frá Hveragerði leiddu með einu stigi í hálfleik. Keflvíkingar tóku til sinna mála í vörninni og sneru leiknum sér í vil í þeim seinni. Að lokum fór það svo að sigur vannst hjá Keflvíkingum, 79-63 þar sem Bryndís Guðmundsdóttir fór fyrir liðinu. Hún skoraði 29 stig í leiknum og tók að auki 13 fráköst. Sara Rún var svo með 17 stig og 9 fráköst en hér að neðan má sjá tölfræði Keflvíkinga í leiknum.


Keflavík-Hamar 79-63 (19-18, 18-20, 20-13, 22-12)

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 29/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 17/9 fráköst, Porsche Landry 16/5 fráköst/10 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 12/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024