Keflavík áfram á sigurbraut
Ósigraðar á toppnum
Keflvíkingar hafa nú unnið alla fjóra leiki sína til þessa í Domino-deild kvenna í körfubolta. Í kvöld unnu þær fremur auðveldan sigur á Hamarskonum á heimavelli sínum, TM Höllinni. Leikurinn var að vísu jafn í fyrri hálfleik en gestirnir frá Hveragerði leiddu með einu stigi í hálfleik. Keflvíkingar tóku til sinna mála í vörninni og sneru leiknum sér í vil í þeim seinni. Að lokum fór það svo að sigur vannst hjá Keflvíkingum, 79-63 þar sem Bryndís Guðmundsdóttir fór fyrir liðinu. Hún skoraði 29 stig í leiknum og tók að auki 13 fráköst. Sara Rún var svo með 17 stig og 9 fráköst en hér að neðan má sjá tölfræði Keflvíkinga í leiknum.
Keflavík-Hamar 79-63 (19-18, 18-20, 20-13, 22-12)
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 29/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 17/9 fráköst, Porsche Landry 16/5 fráköst/10 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 12/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.