Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík á toppinn eftir sigur í nágrannaslag
Sunnudagur 15. júní 2008 kl. 21:15

Keflavík á toppinn eftir sigur í nágrannaslag

Grindavík 0-1 Keflavík
0-1 Andri Steinn Birgisson (’29, sjálfsmark)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar eru komnir á toppinn í Landsbankadeild karla eftir mikilvægan sigur á Grindavík í nágrannaslag á Grindavíkurvelli í dag. Andri Steinn Birgisson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 29. mínútu sem reyndist þegar upp var staðið, eina mark leiksins.

Flestir hefðu vafalaust búist við fjörugum leik því leikir þessara liða hafa undanfarin ár verið hin besta skemmtum. Keflvíkingar hafa verið á mikilli siglingu og leikið leiftrandi og skemmtilegan sóknarbolta. Að sama skapi hafa Grindvíkingar verðið að sækja í sig veðrið að undanförnu eftir slaka byrjun. Það má því segja að þeir sem lögðu leið sína á Grindavíkurvöll í dag hafi fengið lítið fyrir peninginn því allan sóknarbrodd vantaði í bæði liðin.

Bæði lið þurftu að gera breytingar á liðum sínum sem unnu í síðustu umferð. Galdramaðurinn Scott Ramsey var fjarri góðu gamni vegna leikbanns i liði Grindavíkur. Nicolai Jörgensen var ekki með Keflvíkingum í dag vegna meiðsla en Þórarinn Brynjar Kristjánsson lék í hans stað þó að Hallgrímur Jónasson tæki stöðu Jörgensen í hægri bakverðinum.

Það voru Keflvíkingar sem hófu leikinn af meiri krafti þó lítið bólaði á marktækifærunum fyrr en á 18. mínútu þegar Keflvíkingar fengu tvo úrvals marktækifæri. Þórarinn Brynjar átti gott skot að mark Grindavíkur sem Zancarlo Simunic varði vel í horn. Úr horninu fékk Hallgrímur Jónasson gott færi en aftur varði Simunic vel í markinu.

Fyrsta alvöru færi Grindavíkur fékk Pólverjinn Tomasz Stolpa á 27. mínútu þegar hann slapp einn í gegnum vörn Keflavíkur en Ómar Jóhannsson í marki Keflavíkur kom út úr markinu og varði vel. Skömmu seinna dró til tíðinda. Keflvíkingar fengur aukaspyrnu við vítateig Grindavíkur sem Guðmundur Viðar Mete framkvæmdi. Boltinn barst fyrir markið og Andri Steinn Birgisson skoraði sjálfsmark með skall. Óheppni hjá Andra en markið var engu að síður nokkuð fallegt þó það hafi verið öfugu megin.

Litlu mátti muna að Stolpa tækist að jafna leikinn fyrir Grindvíkinga á 38. mínútu þegar skot hans úr aukaspyrnu fór rétt yfir mark Keflavíkur. Keflvíkingar gengu til búningsherberja með vænlega stöðu þegar Einar Örn  Daníelsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og lítið markvisst gerðist í sóknarleik beggja liða þar til á lokamínútunum. Stolpa fékk gott færi til að jafna undir lok leiksins en hann fór illa færið og skallaði boltann beint í hendurnar á Ómari í marki Keflavíkur eftir góða sendingu frá Michael Jónssyni. Í næstu sókna kóranaði Simunic í marki Grindavíkur góðan leik þegar hann varði gott skot frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni en áður hafði Jón Gunnar Eysteinsson átt góðan skalla í stöngina.

Keflvíkingar fengu gott tækifæri til að tryggja sér sigurinn í viðbótartímanum þegar Grindvíkingar færðu lið sitt ofar á völlinn. Fjórir sóknarmenn Keflavíkur brunuðu upp völlinn og aðeins einn varnarmaður Grindvíkinga var til varnar. Keflvíkingar náðu hins vegar ekki að gera sér mat út stöðinni og skaut Guðmundur Steinarsson boltanum framhjá úr þröngu færi. Keflvíkingar hrósuðu engu að síður góðum sigri er eru komnir á topp deildarinnar með 18 stig í bili a.m.k. en FH á leik á morgun gegn Breiðabliki.

Grindvíkingar eru aftur á móti komnir aftur í fallsæti og eru með 6 stig í 11. sæti. Gulir þurfa að bretta upp ermarnar en þeir mæta liði Hattar frá Egilsstöðum í VISA-bikarnum á Grindavíkurvelli á miðvikudaginn. Keflvíkingar mæta Stjörnunni á fimmtudaginn á Sparisjóðsvellinum en báðir þessir leikir hefjast kl. 19:15.

Byrjunarlið Grindavíkur:

Zankarlo Simunic (M), Andri Steinn Birgisson, Páll Guðmundsson, Tomasz Stolpa, Eysteinn Húni Hauksson, Orri Freyr Hjaltalín (F), Bogi Rafn Einarsson, Sveinn Þór Steingrímsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Jósef Kristinn Jósefsson.

Byrjunarlið Keflavíkur:

Ómar Jóhannsson (M), Guðmundur Viðar Mete, Guðjón Árni Antoníusson, Kenneth Ingemar Gustafsson, Guðmundur Steinarsson (F), Símun Eiler Samuelsen, Patrik Ted Redo, Hallgrímur Jónasson, Þórarinn Brynjar Kristjánsson, Hans Yoo Mathíesen.

VF-MYNDIR/JJK