Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík á toppi Domino's deildar en Grindavík tapaði fyrir ÍR
KR-ingar voru í vandræðum með hinn hávaxna og sterka Deane Williams.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 5. febrúar 2021 kl. 22:49

Keflavík á toppi Domino's deildar en Grindavík tapaði fyrir ÍR

Keflvíkingar eru einir á toppi Domino’s deildar karla í körfubolta eftir sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Grindvíkingar léku gegn ÍR fyrr í kvöld og töpuðu stórt.

KR ingar héldu í við miklu hávaxnara lið Keflvíkinga í fyrri hálfleik og leiddu með einu stigi. Keflvíkingar breyttu aðeins varnaraðferð í síðari hálfleik og náðu að halda aðal stigaskorara KR, Tyler Sabin niðri og unnu nokkuð sannfærandi 24 stiga sigur á þeim röndóttu. Deane Williams fór á kostum og var maður leiksins með 20 stig og 8 fráköst. Valur Orri og Hörður Axel léku líka báðir mjög vel en KR-ingar náðu að halda Dominikas Milka niðri í fyrri hálfleik en hann kom sterkari inn í þeim síðari.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


KR-Keflavík 74-98 (29-28, 22-22, 14-25, 9-23)

Keflavík: Dominykas Milka 22/19 fráköst, Deane Williams 20/8 fráköst/3 varin skot, Valur Orri Valsson 14, Calvin Burks Jr. 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/10 stoðsendingar, Ágúst Orrason 8, Arnór Sveinsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Reggie Dupree 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Arnór Daði Jónsson 0, Magnús Pétursson 0.

Grindvíkingar héldu í við fríska ÍR-inga í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir. ÍR ingar lönduðu 22 stiga sigri á liðinu sem lagði Stjörnuna í síðustu umferð en svona er kannski deildin í ár.

Ólafur Ólafsson skoraði mest hjá Grindavík og var með 22 stig og 6 fráköst.

ÍR-Grindavík 98-76 (22-20, 24-22, 29-16, 23-18)

Grindavík: Ólafur Ólafsson 22/7 fráköst, Joonas Jarvelainen 18/6 fráköst, Eric Julian Wise 13/10 fráköst, Kristinn Pálsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Kristófer Breki Gylfason 3, Bragi Guðmundsson 2, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0, Johann Arni Olafsson 0.

Dubliner
Dubliner