Keflavík á lið í öllum úrslitaleikjunum kvenna
Bíkarhelgi framundan í körfunni
Keflvíkingar eru í þeirri óvanlegu og merku stöðu að eiga lið í öllum bikarúrslitaleikjum kvenna í körfuboltanum, sem fara fram í Laugardalshöll um helgina. Svo gæti farið að þær yrðu handhafar allra bikartitla kvennamegin sem yrði frábær árangur.
Meistaraflokkur leikur gegn Skallagrími í úrslitum á morgun laugardag en sá leikur hefst klukkan 13:30.
Úrslitin hefjast hins vegar í dag kl. 18:00 þar sem Keflavík mætir Njarðvík í 10. flokki kvenna.
Á sunnudag mætir Keflavík svo Haukum í unglingaflokki og þann sama dag mætast Grindavík og Keflavík í 9. flokki.