Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík - Njarðvík í beinni hér!
Mánudagur 7. nóvember 2016 kl. 16:23

Keflavík - Njarðvík í beinni hér!

- leikurinn hefst kl. 19:15 og útsending skömmu áður

Víkurfréttir senda út leik Keflavíkur og Njarðvíkur í Maltbikarkeppninni í körfuknattleik karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og útsendingin skömmu áður. Leikurinn fer fram í TM höllinni við Sunnubraut í Keflavík.

Leikur þessara liða verður sannkallaður stórleikur eða „El Classico“ og þá munu áhangendur liðanna fylla Sunnubrautina, enda mikið í húfi.

Til að horfa á leikinn þá er farið inn á slóðina beint.vf.is sem er tengd rás Sjónvarps Víkurfrétta á YouTube.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Falur Harðarson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og Eyþór Sæmundsson, blaðamaður og Njarðvíkingur, lýsa leiknum.