Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 14. apríl 2004 kl. 13:10

Katrín Ösp hlaut silfurverðlaun

Júdókappinn Katrín Ösp Magnúsdóttir úr Vogum vann til silfurverðlauna á sterku móti sem fór fram í Álaborg í Danmörku um helgina.

Katrín náði sér ekki á strik í sinum flokki þar sem hún tapaði tveimur glímum, en þegar kom að keppni í opnum flokki fór hún loks að finna sig. Þar komst Katrín alla leið i úrslit þar sem hún tapaði fyrir stöllu sinni, Önnu Soffíu Víkingsdóttur. Anna Soffía, sem keppir fyrir Júdófélag Reykjavíkur, vann úrslitarimmuna nokkuð örugglega enda er hún Norðurlandameistari í sínum flokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024