Katrín Ósk fékk silfur
Íslandsmót fullorðinna í júdó fór fram á sl. sunnudag og var hart tekist á. Katrín Ösp Magnúsdóttir –63kg og Hrafn Helgason –73kg kepptu fyrir hönd Þróttar í Vogum. Hrafn tapaði tveimur mjög erfiðum viðureignum sem varð til þess að hann komst ekki áfram. Katrín glímdi til úrslita í –63kg flokki kvenna en varð að lúta í lægra haldi, stóð uppi með silfrið sem er frábær árangur. Katrín keppti einnig í opnum flokki en náði ekki verðlaunum þar.
Það er mikill kraftur í júdó fólki í Vogunum og árangur góður. Ef fólk er forvitið um júdó íþróttina kíkið er um að gera að kíkja í Vogana þar sem allir eru velkomnir. Einnig er hægt að fara á heimasíðu félagsins; vogar.is/throttur og fara í júdó og skoða æfingatöflu
Það er mikill kraftur í júdó fólki í Vogunum og árangur góður. Ef fólk er forvitið um júdó íþróttina kíkið er um að gera að kíkja í Vogana þar sem allir eru velkomnir. Einnig er hægt að fara á heimasíðu félagsins; vogar.is/throttur og fara í júdó og skoða æfingatöflu