Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Katla Rún stigahæst í öðrum sigri Keflavíkurkvenna
Katla Rún Garðarsdóttir var stigahæst í sigri á Fjölni.
Sunnudagur 17. janúar 2021 kl. 17:25

Katla Rún stigahæst í öðrum sigri Keflavíkurkvenna

Keflavík vann góðan sigur á Fjölni í Domino's deild kvenna í körfubolta í Blue höllinni í Keflavík í gær og hafa því unnið tvo fyrstu leikina eftir að deildin hófst að nýju. 
Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en eftir 1. leikhluta leiddu gestirnir með fimm stigum. Heimamenn söxuðu á forskotið í 2. leikhluta og var staðan í hálfleik 34-35.
Liðin héldu áfram í nokkuð jöfnum leik þar til í lok 3. leikhluta en þá gáfu Keflvíkingar í og komust 10 stigum yfir. Leikurinn endaði með öflugum sigri heimamanna 72-60.
Katla Rún Garðarsdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 18 stig og 6 sex fráköst en næst á eftir henni var Daniela Wallen Morillo með 14 stig, 16 fráköst og 6 stolna bolta. 
Keflavík-Fjölnir (12-17, 22-18, 20-8, 18-17)

Keflavík: Katla Rún Garðarsdóttir 18/6 fráköst, Daniela Wallen Morillo 14/16 fráköst/6 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Anna Ingunn Svansdóttir 9/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/4 varin skot, Erna Hákonardóttir 5, Agnes María Svansdóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Agnes Perla Sigurðardóttir 0. 
Fjölnir: Ariel Hearn 17/9 fráköst/6 stoðsendingar, Lina Pikciuté 15/13 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12, Sara Carina Vaz Djassi 9/16 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 5, Fanney Ragnarsdóttir 2, Emma Hrönn Hákonardóttir 0, Diljá Ögn Lárusdóttir 0, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Heiða Hlín Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024