Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Katla María Íþróttamaður Suðurnesjabæjar
Fimmtudagur 24. janúar 2019 kl. 12:40

Katla María Íþróttamaður Suðurnesjabæjar

Katla María Þórðardóttir var valinn Íþróttamaður Suðurnesjabæjar en viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis í Samkomuhúsinu í Sandgerði í gærkvöldi. Katla María var lykilmaður í liði Keflavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu.

Katla María lék alla leiki liðsins en hún hefur leikið 59 leiki með Keflavík og skorað í þeim 11 mörk og það þrátt fyrir að varnarmaður. Hún var einnig lykilmaður í U17 landsliðinu og lék alla leiki þess á árinu, 5 talsins og var m.a. fyrirliði í einum þeirra. Þá var Katla valin í U19 landslið Íslands á árinu og lék með því 8 leiki á síðasta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem tilnefndir voru sem Íþróttamenn Suðurnesjabæjar 2018 eru:

Atli Viktor Björnsson, fimleikar,
Daníel Arnar Ragnarsson, taekwondo
Hafsteinn Þór Friðriksson, golf
Katla María Þórðardóttir, knattspyrna (Keflavík)
Kristján Þór Smárason, körfuknattleikur
Magnús Orri Arnarsson, fimleikar Special olympics.
Rúnar Gissurarson, knattspyrna (Reynir)
Róbert Ólafsson, knattspyrna (Víðir)
Ægir Már Baldvinsson, judo

Eva Rut Vilhjálmsdóttir fékk viðurkenningu frá Íþrótta og tómstundaráði fyrir framúrskarandi störf að íþrótta og æskulýðsmálum í sveitarfélaginu.

Eva Rut með viðurkenningarskjalið sem hún fékk.

Íþróttamennirnir úr Suðurnesjabæ sem voru tilefndir til Íþróttamanns Suðurnesja 2018. VF-myndir/pket.