Katla hetja Keflvíkinga
Hin tvítuga Katla Rún Garðarsdóttir var hetja Keflavíkurstúlkna þegar þær sigruðu Hauka í framlengdum leik í Domino’s deild kvenna í körfubolta í Blue höllinni í kvöld. Lokatölur urðu 78-70 í spennandi leik.
Liðin skiptust á að hafa forystu á lokakafla leiksins en Katla Rún jafnaði fyrir Keflavík með þriggja stigs körfu þegar 5 sekúndur voru til leiksloka og tryggði liðinu framlengingu. Þar fór hún fyrir liðinu og skoraði fyrstu stigin þegar hún smellti öðrum þrist í miðja körfuna eftir tuttugu sekíundna leik. Húm bætti svo við öðrum þrist undir lokin en á milli skoruðu Emilía Ósk Gunnarsdóttir þrist og Daniella Wallen var líka gríðarlega öflug í framlengingunni og skoraði 9 stig. Frábær sigur hjá heimastúlkum staðreynd.
Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en þó mjög spennandi. Haukastúlkur byrjuðu betur og leiddu með tólf stigum eftir fyrsta leikhluta 11:23. Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í öðrum leikhluta um fjögur stig en komust svo í forystu í þriðja leikhluta. Spennan var svo mikil í lokin sem endaði með því að Katla Rún jafnaði eins og áður segir.
Katla Rún og Daniela skoruðu báðar 23 stig fyrir Keflavík og Emilía Ósk var með 20 stig. Katla var með magnaða nýtingu eða 6 af 7 (85%) í þriggja stiga skotum og þetta er hennar lang besta frammistaða í efstu deild. Sterk þrenna hjá Keflavík í þessum leik en liðið stóð sig vel í heildina og vann sinn fjórða leik í röð.
Grindavík tapaði níunda leiknum í röð þegar Skallagrímur kom í heimsókn. Lokatölur urðu 63:73.
Skallagrímskonur byrjuðu betur en Grindvíkingar svöruðu með sterkum öðrum leikhluta og leiddu með fimm stigum í hálfleik. Þriðji leikhluti Grindvíkinga var hins vegar mjög slakur og Skallagrímur tryggði sér sigur.
JordanAiress skoraði 22 stig fyrir Grindavík, Ingibjörg Jakobsdóttir var með 9 og Bríet Sif Hinriksdóttir 8 stig.