Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Katla Björk setti Íslandsmet í jafnhendingu og snörun
Miðvikudagur 21. september 2016 kl. 06:00

Katla Björk setti Íslandsmet í jafnhendingu og snörun

Lyftingafólk af Suðurnesjum náði góðum árangri á haustmóti Lyftingasambands Íslands sem fram fór í Hveragerði um síðustu helgi. Katla Björk Ketilsdóttir setti Íslandsmet í jafnhendingu, snörun og samanlögðu í tveimur flokkum, 17 ára og yngri og 20 ára og yngri. Katla lyfti 66 kg í snörun og 82 kg í jafnhendingu og fékk 205.6 sinclair stig og lenti í 3. sæti á mótinu. Katla er aðeins 16 ára gömul og á því enn eftir að vera í eitt ár í flokki 17 ára og yngri. Andra Orra Hreiðarssyni gekk einnig vel á mótinu og lenti í 3. sæti með 280.1 sinclair stig. Andri lyfti 100 kg í snörun og 122 kg í jafnhendingu.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Andri Orri Hreiðarsson lenti í 3. sæti á mótinu. Hann er til hægri á myndinni.

 

Katla Björk lenti í 3. sæti og setti Íslandsmet í tveimur aldursflokkum.