Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Katla aftur með flautukörfu - tryggði Keflavík sigur á meisturum Vals
Katla er með stáltaugar og skoraði sigurkörfu Keflavíkur gegn Val.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 16:22

Katla aftur með flautukörfu - tryggði Keflavík sigur á meisturum Vals

Keflavíkurstúlkur voru fyrstar til að leggja meistaralið Vals að velli í Domino’s deild kvenna í körfubolta í Blue höllinni í gærkvöldi. Katla Rún Garðarsdóttir tryggði Keflavík sigurinn með lokakörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Lokatölur 92:90.

Leikurinn var mjög spennandi allan tímann og mikið fjör í lokin. Valur leiddi 78:81 þegar 40 sekúndur voru til leiksloka en Katla Rún og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoruðu saman 3 stig og jöfnuðu leikinn 81:81. Í framlengingunni var Þóranna Kika Hodge-Carr drjúg og skoraði 5 stig í röð og kom Keflavík 90:84 en Valskonur gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn 90:90. Jafnt var með liðunum þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Jón Halldór þjálfari tók leikhlé og lagði á ráðin. Katla Rún Garðarsdóttir sem tryggði Keflavík sigur með mögnuðum körfum gegn Haukum nýlega endurtók leikinn og skoraði sigurkörfuna þegar ein sekúnda var eftir og sá tími dugði Val ekki til að jafna. Þær urðu því að sætta sig við fyrsta ósigur tímabilsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valskonur söknuðu Helenu Sverrisdóttur en engu að síður er liðið mjög sterkt án hennar. Keflavíkurstúlkur unnu fjórða leikinn í röð og Daniela W. Morillo var góð að vanda með 26 stig og 9 fráköst. Þá átti Salbjörg Ragna Sævarsdóttir mjög góðan leik með 21 sem og Þóranna Kika með 18 stig. Eftir sigurinn er Keflavík í 2.-3. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Val.

Keflavík-Valur 92-90 (19-14, 20-23, 19-24, 23-20, 11-9)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 18/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.

Valur: Kiana Johnson 23/7 fráköst/10 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 19, Guðbjörg Sverrisdóttir 15/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/5 stolnir, Kristín María Matthíasdóttir 0, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 0, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Lea Gunnarsdóttir 0, Arna Dís Heiðarsdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.

Grindavíkurstúlkur eru enn án sigurs en þær töpuðu fyrir Snæfelli á útivelli 87:75. Ólöf Rún Skúladóttir skoraði mest hjá UMFG og var með 26 stig.

Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 26, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 14/4 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 7/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 6/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 4, Vikoría Rós Horne 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Hekla Eik Nökkvadóttir 0.

Í fyrstu deildinni sigraði Keflavík-b granna sína úr Njarðvík í vikunni í mjög spennandi leik. Lokatölur urðu 63:64 fyrir Keflavík. Keflavík er í 2. sæti deildarinnar, Njarðvík í fjórða og Grindavík-b í botnsætinu.