Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kátir krakkar á páskamóti júdódeildar UMFN
Fimmtudagur 5. apríl 2018 kl. 14:31

Kátir krakkar á páskamóti júdódeildar UMFN

Fyrir páska var haldið Páskamót UMFN en það fór fram í aðstöðu Júdódeildar UMFN á Iðavöllum 12. Alls tóku þrjátíu keppendur þátt,  keppt var í fjórum aldursflokkum og fjölmörgum þyngdarflokkum.

Yngstu iðkendur deildarinnar spreyttu sig í keltneskum fangabrögðum og kepptu eldri iðkendur kepptu með reglum sem eru aðlagaðar að hinum ýmsu fangbrögðum sem stunduð eru hjá júdódeildinni. Það er gleðin sem ræður ríkjum á þessu móti og fengu keppendur páskaegg að móti loknu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024