Karlalandsliðið tapaði í Austurríki
Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska landsliðinu um helgina þegar hann gerði 14 stig í tapleik liðsins geg Austurríkismönnum. Þetta var þriðji tapleikur Íslands í B-deild Evrópukeppninnar og þarf nánast kraftaverk til þess að liðið komist upp úr riðlinum.
Lokatölur leiksins voru 85-64 Austurríkismönnum í vil en þrír leikmenn íslenska liðsins fengu fimm villur í leiknum og voru það miðherjarnir Friðrik Stefánsson, Hlynur Bæringsson og Fannar Ólafsson.
Fyrri hluta riðlakeppninnar er lokið en síðari hlutinn verður leikinn á næsta ári.
[email protected]