Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Karlakarfan: Keflavík rótburstar KFÍ
Sunnudagur 22. febrúar 2004 kl. 00:09

Karlakarfan: Keflavík rótburstar KFÍ

Keflvíkingar unnu yfirburðasigur á KFÍ í Intersport-deildinni í kvöld, 124-89. Leikurinn fór rólega af stað hjá Keflvíkingum þar sem KFÍ héngu í þeim lengi vel, en í öðrum leikhluta fóru hlutirnir svo sannarlega að ganga upp og heimamenn náðu afgerandi forystu og sýndu þvílík snilldartilþrif á köflum að annað eins hefur vart sést. Þar má nefna glæsitroðslur hjá Fannari Ólafssyni, sem virðist vera að ná sér aftur á strik, og Jóni Norðdal en hann gerði sér lítið fyrir og tróð með látum yfir Troy Wiley, stærsta mann Ísfirðinga.

 

Í seinni hálfleik jókst forskotið enn og var komið upp í 24 stig, 90-66, fyrir lokafjórðunginn en þá voru úrslitin löngu ráðin og Keflvíkingar leyfðu sér að taka lífinu með ró. Síðustu mínúturnar voru leikmenn bara að reyna að hafa gaman af hlutunum og reyndu ófáar sirkustroðslurnar (Alley-oop), áhorfendum til mikillar skemmtunar.

 

„Þetta var mjög skemmtilegur leikur“, sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflvíkinga, í leikslok. „Við leyfðum þeim kannski að hanga full lengi í okkur, en áttum góðan kafla í öðrum leikhluta þar sem við stungum þá af.“

 

Stigahæstir:

 

Kef: Derrick Allen 27, Fannar Ólafsson 22/10, Nick Bradford 13/14, Gunnar Einarsson 15, Gunnar Stefánsson 13, Magnús Þór Gunnarsson 10, Jón Norðdal 8/9/9.

 

KFÍ: Troy Wiley 30/14, Pétur Sigurðsson 21, JaJa Bey 15, Bethuel Fletcher 12.

 

Hér má finna tölfræði leiksins

 

VF-mynd/Þorgils Jónsson: Úr leik Keflavíkur og KFÍ í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024