Íþróttir

Kári og Ingólfur Íslandsmeistarar í glímu
Þriðjudagur 27. febrúar 2018 kl. 14:34

Kári og Ingólfur Íslandsmeistarar í glímu

Kári Ragúels Víðisson varð Íslandsmeistari í glímu í +80 kg flokki unglinga og Ingólfur Rögnvaldsson varð Íslandsmeistari í -80 kg flokki í glímu í þriðja móti meistaramótaraðar Glímusambands Íslands, sem fram fór síðustu helgi.

Kári og Ingólfur æfa báðir með Njarðvík en þeir tryggðu sér titlana eftir samanlögð stig úr öllum þremur mótunum. En mótið um helgina var þriðja og síðasta mótið í mótaröðinni. Gunnar Örn Guðmundsson varð annar í -80kg flokki unglinga og Jóel Helgi þriðji í sama flokki. Heiðrún Fjóla varð síðan þriðja í kvennaflokki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í mótinu sem fram fór um helgina vann Ingólfur bæði mínus og plús 80 kg flokk Unglinga, Kári Ragúels Víðisson varð annar í +80 kr flokki unglinga og Gunnar Örn Guðmundsson varð svo annar í -80 kg og þriðji í +80 kg flokki. Jóel Reynisson varð í þriðja sæti í -80 kg flokki unglinga og tryggðu því Njarðvíkingar sér þrjú efstu sætin í þeim flokki.

Heiðrún Fjóla Pálsdóttir tryggði sér þriðja sætið í fullorðinsflokki eftir að hafa átt gott mót, Gunnar Örn Guðmundsson fékk silfur í sínum flokki og Jóel Helgi varð í þriðja sæti.

Keppendur vinna sér inn stig á hverju móti og eru heildarstigin lögð saman á þriðja og jafnframt lokamótinu og ákvarða heildarstigin sætaskipan