Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfan: Stórleikur í kvöld
Föstudagur 23. október 2009 kl. 13:02

Karfan: Stórleikur í kvöld


Stórleikur kvöldsins í Iceland Express deild karla er án efa viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur. Bæði liðin hafa unnið báða leiki sína í fyrstu umferðunum þannig að leikurinn í kvöld skilur á milli liðana.  Páll Kristinsson mun leika í liði Njarðvíkur í kvöld gegn fyrrum félögum sínum í Grindavík. Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl.19:15.

Ef tölfræði fyrstu tveggja umferðinna er skoðuð þá er Grindavík með 53,8% nýtingu í tveggja stiga skotum og 30,4% nýtingu í þriggja stiga skotum.
Njarðvík er hins vegar vegar með 60,5% nýtingu í tveggja stiga skotum og 40% nýtingu í þriggja stiga skotum.

Meðalskor Njarðvíkinga er 98 stig á móti 92,5 stigum Grindvíkinga.

Aðrir leikir kvöldsins er viðureign Fsu og Breiðabliks á Selfossi og leikur Tindastóls og KR fyrir norðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024