Karfan: Páll Kristinsson heim í Njarðvík
Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson hefur skrifað undir eins árs samning við UMFN og snýr því aftur heim eftir fjögur tímabil hjá Grindavík. Njarðvíkingar eru himinlifandi fyrir þessari „himnasendingu“ eins og það er orðað á heimasíðu félagsins.
Páll hefur átt glæsilegan feril í körfunni og unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum með UMFN og Bikarmeistaratitilinn einnig jafnoft. Hann varð einnig bikarmeistari með Grindvíkingum árið 2006. Páll hefur spilað fjölda A-landsleikja og er talinn í hópi bestu leikmanna landsins.
---
VFmynd - Páll Kristinsson hefur reynst mörgum sóknarmanninum erfiður.