Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfan: KR sigraði Grindavík
Laugardagur 4. apríl 2009 kl. 18:18

Karfan: KR sigraði Grindavík


Grindavík tapaði gegn KR í dag í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistraratitilinn. KR-ingar byrjuðu betur og og höfðu 12 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 30 - 18. Grindvíkingar tóku á því í öðrum leikhlutanum og náðu að minnka muninn niður í sex stig þegar fjórar mínútur voru eftir af honum. En KR-ingar voru ekki á því að hleypa þeim um of inn í leikinn og  náðu að auka forskotið í 14 stig þegar flautað var til hálfleiks, 50 - 36.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálffleik og voru komnir með 23 stiga forskot í lok þriðja leikhluta, 74 - 51. Það var því á brattann að sækja fyrir Grindvíkinga sem náðu undir lokin að hleypa spennu í leikinn með góðum spretti. Það dugði þó ekki og sigurinn var KR-inga, 88 - 84.


Nick Bradford var stigahæstur í liði Grindavíkur með 38 stig og 9 fráköst.

---

Mynd/www.karfan.is - Frá leik KR og Grindavíkur í DHL - höllinni í dag.