Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 26. febrúar 2004 kl. 21:16

Karfan: Keflavík vann KR, Njarðvík tapar í Hólminum

Í kvöld fóru fram fimm leikir í Intersport-deildinni þar sem Njarðvíkingar töpuðu á útivelli gegn Snæfelli og Keflvíkingar unnu KR.

 

 

SNÆFELL-NJARÐVÍK 85-71

Njarðvíkingar náðu sér ekki á strik í kvöld gegn sterku liði Snæfellinga sem er á fljúgandi siglingu þessa dagana. Heimamenn náðu fljótlega forystunni og leiddu allan leikinn. Staðan í hálfleik var 45-32 þeim í vil og náðu Njarðvíkingar aldrei að ógna sigri Snæfells að nokkru marki.

 

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagði sína menn ekki hafa spilað sannfærandi og það hafi verið eins og þá skorti sjálfstraust í leiknum. „Brandon var mjög góður í kvöld og hitti vel, en aðrir voru ekki að standa sig nógu vel. Svo eru Snæfellingar bara með hörku lið, það er svo einfalt. Núna verðum við einfaldlega að vinna síðustu tvo leikina til að halda fjórða sætinu og fá heimavallaréttinn í úrslitunum.“

 

Stigahæstir:

Njarðvík: Brandon Woudstra 31, Páll Kristinsson 16, Friðrik Stefánsson 10/12.

Snæfell: Corey Dickerson 24, Edmund Dotson 17, Hlynur Bæringsson 12/11, Dondrell Whitmore 11.

 

Hér má finna tölfræði leiksins

 

KR-KEFLAVÍK 91-100

Keflvíkingar unnu góðan útisigur á KR í kaflaskiptum leik í DHL-höllinni í kvöld. Keflvíkingar náðu góðri forystu í byrjun leik sem þeir voru nærri búnir að missa niður undir lok fyrri hálfleiks þegar KR-ingar komust aftur inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 48-54 en Keflvíkingar náðu öðrum góðum kafla í þriðja leikhluta sem KR vann upp á ný í þeim fjórða. Á lokasprettinum náðu gestirnir þó að klára leikinn, en frammistaða KR var góð í þessum leik þegar litið er til þess að þeir léku án síns sterkasta leikmanns, Josh Murray.

 

Falur Harðarson, annar þjálfara Keflvíkinga, segist ánægður með sigurinn þótt ýmislegt hefði betur mátt fara. „Við lögðum bara upp með að ná sigri í kvöld og það tókst. Raunar má segja að við höfum unnið þá þrisvar í leiknum! Það var óþarfi hjá okkur að hleypa þeim alltaf aftur inn í leikinn, en það var ánægjulegt að sækja sigurinn.“

 

Stigahæstir:

Keflavík: Hjörtur Harðarson 23 (sjö 3ja stiga), Derrick Allen 23, Nick Bradford 21.

KR: Magni Hafsteinsson 18, Steinar Kaldal 18, Jesper Sörensen 17, Baldur Ólafsson 13.

 

Hér má finna tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024