Karfan: Keflavík og Njarðvík mætast í 8 liða úrslitunum
Keflvíkingar áttu ekki í neinum vandræðum Skallagrím og sigraðu með yfirburðum þegar liðin mættust í Toyotahöllinni í gær. Lokatölur urði 123 – 77. Gunnar Einarsson skoraði 31 stig fyrir Keflavík en hann var sjóðheitur í 3ja stiga körfunum og skoraði 9 slíkar. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 28 stig fyrir Keflavík.
Njarðvíkingar sóttu Snæfell heim og máttu þola tap, 80 – 96. Fuad Memcic skoraði 20 stig fyrir Njarðvík og Heath Sitton var með 19 stig. Friðrik Stefánsson skoraði 11 stig og hirti jafnmörg fráköst.
Grindvíkingar léku á móti ÍR í Seljaskóla og unnu 98 – 89. Nick Bradforf skoraði 24 stig fyrir Grindavík og tók 10 fráköst. Helgi Guðfinnson var sömuleiðis með 24 stig.
Nú liggur fyrir hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar sem hefjast næstu helgi en niðurröðunin er þessi:
KR-Breiðablik
Grindavík-ÍR
Snæfell-Stjarnan
Keflavík-Njarðvík
---