Karfan: Grindavík undir, Njarðvík að stinga af...
Skallagrímur hefur forystu, 52-63, þegar lítið er eftir af 3. leikhluta í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum IcelandExpress-deild karla í körfuknattleik. Þannig er útlit fyrir að liðin muni mætast í oddaleik í Borgarnesi því Grindavík vann fyrsta leikinn.
Njarðvíkingar eru komnir með annan fótinn í undanúrslit því þeir leiddu 73-41 gegn Hamri Selfoss í Hveragerði þegar síðast spurðist til.
VF-Símamynd/Hilmar Bragi