Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfan: Grindavík og Njarðvík vinna fyrstu leikina á Reykjanesmótinu
Fimmtudagur 9. september 2004 kl. 10:50

Karfan: Grindavík og Njarðvík vinna fyrstu leikina á Reykjanesmótinu

Grindavík vann Keflavík, 103-86, og Njarðvík vann Hauka, 72-63 í fyrstu umferð Reykjanesmótsins í körfuknattleik.

Leikur Njarðvíkur og Hauka fór rólega af stað, en Njarðvíkingar náðu forystunni um miðjan fyrsta leikhluta og héldu henni allt til loka. Góður kafli í öðrum leikhluta jók muninn í 17 stig en Haukar unnu á í seinni hálfleik án þess þó að ógna sigri Njarðvíkinga.

Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Brenton Birmingham með 20 stig. Kristján Sigurðsson var með 13 stig, Ólafur Aron Ingvason var með 12. Friðrik Stefánsson skoraði 11 stig, Guðmundur Jónsson skoraði 10, Halldór Karlsson gerði 1 stig og Egill Jónsson skoraði 5 ásamt því sem hann varði fjölda skota.

Ekki fengust upplýsingar um stigaskorun hjá Haukum.

Ekki voru komnar upplýsingar um stigaskorun í leik Grindavíkur og Keflavíkur, en Þeir síðarnefndu voru með yfirhöndina allt fram í seinni hálfleik þegar Grindvíkingar komust inn í leikinn og unnu loks sannfærandi sigur.

Næstu leikir verða á þriðjudagskvöld og fara fram í Keflavík.
VF-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024