Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfan: Grindavík knúði fram oddaleik
Föstudagur 6. mars 2009 kl. 08:40

Karfan: Grindavík knúði fram oddaleik



Kvennalið Grindavíkur og KR mætast í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar eftir góðan sigur Grindavíkur í gækvöld en liðið sigraði með 10 stiga mun, 70-60. Leikurinn fór fram í Grindavík.

Eftir fremur slaka byrjun hrökk Grindavíkurliðið í gírinn og hafði yfir eftir fyrsta fjórðung, 27-21. Eftir þrjá leikhluta var forskotið komið í 16 stig en KR liðinu tókst að rétta örlítið úr kútnum í síðasta leikhlutanum. Það dugaði þó engan veginn gegn vel stemmdu liði Grindavíkur sem var greinilega mætt til að sigra. 

Petrúnella Skúladóttir skoraði 16 stig fyrir Grindavík og Jovana Lilja Stefánsdóttir var með 12 stig. Ólöf Helga Pálsdóttir var öflug í fráköstunum, tók 12 slík og skoraði auk þess 9 stig.

Oddaleikur liðana fer fram á sunnudaginn á heimavelli KR.
---

Mynd/karfan.is – Ólöf Helga Pálsdóttir gaf ekkert eftir í leiknum í gær, hirti 12 fráköst og skoraði 9 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024