Karfan: Fannar á batavegi, mætti á æfingu í gær
Fannar Ólafsson mætti á sína fyrstu æfingu í gær eftir puttabrot og andlitsmeiðsl. Hann hefur verið frá æfingum frá því hann meiddist í leik gegn ÍR í síðasta mánuði, og virðist hafa náð sér vel af fingurmeiðslunum samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Keflavíkur. Andlitssár Fannars eru að gróa og gera Keflavíkingar ráð fyrir að Fannar verði leikfær innan tíðar. Þeir stefna á að Fannar leiki með liðinu í stórleiknum gegn Grindavík á föstudaginn, en hann gæti þó þurft að bíða lengur.
Falur Harðarson, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, er hins vegar ekki orðinn góður af sínum meiðslum þar sem hann á enn erfitt með að hlaupa. Falur hefur verið frá síðan 16. desember og verður því miður að bíða á hliðarlínunni enn um sinn.