Karfan: Darrel Lewis stigakóngur
Samkvæmt tölfræðiúttekt DV í dag skoraði Grindvíkingurinn Darrel Lewis mest allra að meðaltali í leik í Intersport-deildinni, eða 25,8 stig. Félagi hans í Grindavíkurliðinu, Páll Axel Vilbergsson, var honum næstur með 25,1 stig, Brandon Woudstra, Njarðvík, var þriðji með 24,9 stig og Derrick Allen frá Keflavík var í því sjötta með 23,4 stig.
Þá voru Derrick Allen og Nick Bradford frá Keflavík og Njarðvíkingarnir Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson meðal frákastahæstu manna, en þeir voru með á bilinu 10,5- 8,5 í leik að jafnaði.
Einnig mátti finna marga liðsmenn Suðurnesjaliðanna í topp 10 yfir flesta stolna bolta, varin skot, bestu vítanýtingu og þriggja stiga nýtingu.