Karfan af stað í kvöld eftir langt frí
Heil umferð fer fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Toppliðin tvö, Keflavík og Njarðvík eiga bæði heimaleiki að þessu sinni sem vert væri að kíkja á.
Keflavíkurstúlkur taka á móti Fjölni sem er í 7. og næstneðsta sæti deildarinnar á Sunnubrautinni klukkan 19:15. Hinum megin í Reykjanesbæ, í Ljónagryfjunni taka Njarðvíkingar á móti Haukum sem verma 3. sæti deildarinnar. Leikurinn hefst einnig klukkan 19:15.