Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karen sló 12 ára gamalt met Erlu
Þriðjudagur 3. júní 2014 kl. 11:12

Karen sló 12 ára gamalt met Erlu

Karen Mist Arngeirsdóttir sló 12 ára gamalt telpnamet Erlu Daggar Haraldsdóttur í 50 metra bringusundi. Karen synti á 34,64 sekúndum en gamla met Erlu var 34,68. Metið sló Karen á vormóti ÍRB sem var liður í undirbúningi ÍRB liða fyrir Aldurflokkamót Íslands sem fram fer í Reykjanesbæ þann 12. júní n.k.. Þar munu 48 keppendur frá ÍRB mæta til leiks en liðið hafði yfirburði á síðasta AMÍ.

Á dögunum fagnaði ÍRB svo sigri á móti á Akranesi þar sem um 100 keppendur frá liðinu mættu til leiks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen Mist Arngeirsdóttir.