Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karen fyrst Íslendinga til að ljúka námi hjá LPGA
Karen Sævarsdóttir með ungum kylfingum hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Þriðjudagur 5. febrúar 2013 kl. 13:26

Karen fyrst Íslendinga til að ljúka námi hjá LPGA

Karen Sævarsdóttir frá Reykjanesbæ hefur undanfarin misseri verið við golfkennaranám hjá LPGA og lauk nýverið National Education Program þjálfaranáminu. Karen er fyrsti golfkennarinn hér á landi sem lýkur þessu námi og er nú meðlimur í LPGA Teaching and Club Professionals

Karen hefur kennt golf um árabil og starfar nú sjálfstætt í Hraunkoti þar sem hún er með golfkennslu fyrir einstaklinga og hópa. Karen starfaði einnig sem golfkennari hjá Golfklúbbi Suðurnesja en hætti þar fyrir tveimur árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen er margfaldur Íslandsmeistari kvenna í golfi og einn sigursælasti kvenkylfingur landsins.