Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kara missir af tveimur leikjunum gegn Keflavík
Miðvikudagur 16. mars 2011 kl. 09:53

Kara missir af tveimur leikjunum gegn Keflavík



Rétt áðan var úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KKÍ kunngjörður þar sem tekin voru fyrir tvö mál. Margrét Kara Sturludóttir fékk þar tveggja leikja bann og missir af tveimur fyrstu viðureignum Keflavíkur og KR í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Þá fékk Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, þriggja leikja bann og missir af allri seríunni gegn Snæfell í Iceland Express deild karla ef kemur til oddaleiks.

Í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna þarf að vinna þrjá leiki til að komast áfram svo Kara verður ekki með fyrr en í þriðju viðureign Keflavíkur og KR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024