Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kaninn kemur ekki til Grindavíkur
Fimmtudagur 6. janúar 2011 kl. 15:01

Kaninn kemur ekki til Grindavíkur

Bandaríski körfuleikmaðurinn Brock Gillespie sem var búinn að semja við Grindavík um að leika með karlaliði liðsins í Iceland Express deildinni hefur rift samningi við félagið. Brock sagðist hafa fengið betra tilboð í öðru landi og kæmi því ekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er mikið áfall fyrir Grindavík en leit að nýjum leikmanni stendur yfir. Gillespie átti að leysa Jeremy Kelly af hólmi sem meiddist og verður ekki meira með. Grindavík mætir Njarðvík í kvöld í Röstinni, að því er kemur frá á umfg.is.