Kanalaus grannaslagur í Gryfjunni
Njarðvíkingar taka á móti Grindvíkingum
Síðasti leikur ársins í Domino's deild karla í körfubolta fer fram í kvöld þegar Njarðvíkingar fá granna sína frá Grindavík í heimsókn. Fjórum stigum munar á liðunum í deildinni, Njarðvíkingar eru með 12 stig í sjötta sæti og geta með sigri jafnað þrjú næstu lið fyrir ofan sig að stigum. Grindvíkingar eru með átta stig í áttunda sæti en með sigri ná þeir ekki að færa sig um sæti og jafna Stólana sem eru með 12 stig líkt og Njarðvíkingar.
Bæði lið sendu nýlega bandaríska leikmenn heim og því verða bæði lið skipuð Íslendingum eingöngu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni.
https://www.facebook.com/video.php?v=10156636493445221