Kærustuparið með flest verðlaun
Kærustuparið Daníel Dagur Árnason og Þórdís Steinþórsdóttir úr voru með flest verðlaun Judofélags Reykjanesbæjar á haustmóti Júdósambands Íslands sem fór fram 14. október.
Daníel vann tvö silfur og Þórdís silfur og brons. Daði Jónsson keppti í þyngsta flokknum og vann verðskuldað silfur. Pamela Ómarsdóttir hneppti bronsið en hún er nýbyrjuð keppandi í U13.
Góður árangur yngri keppenda Judofélagsins
Á afmælismóti Júdófélags Reykjavíkur í yngri aldursflokkum þann 21. október sigraði Artur Kopacki allar sínar viðureignir með trompi í U10 -34 kg flokki og hlaut gullverðlaun fyrir vikið. Mikolai og Milosz Dmochowski unnu til silfurverðlauna ásamt Alexander Wozniak og þær Tíalilja Kristinsdóttir og Pamela Ómarsdóttir unnu til bronsverðlauna.
Uppskera Judofélags Reykjanesbæjar því eitt gull, sjö silfur og fjögur brons í þessum tveimur mótum.