Júlía aftur í grænt

Njarðvíkingar styrkja sig fyrir komandi átök í 1. deild

Júlía Scheving Steindórsdóttir hefur snúið aftur á heimaslóðir eftir tímabil í Stykkishólmi og mun leika með Njarðvíkingum í 1. deild kvenna í körfubolta í vetur. Einnig munu Njarðvíkingar njóta krafta Ásu Böðvarsdóttur Taylor sem gerði samning við félagið. Njarðvíkingar hófu leiktíðina á ósigri gegn grönnum sínum frá Grindavík og eiga ærið verkefni fyrir höndum enda liðið skipað ungum leikmönnum. Fyrsti heimaleikur Njarðvíkur er 13. Október gegn Hamri.