Júdófólk sigursælt á páskamóti
Grindvíkingar og Þróttarar unnu til 16 verðlauna
Júdófólk úr Grindavík og Vogum gerði góða ferð á páskamót JR þar sem 18 keppendur frá félögunum tveimur mættu til leiks. Grindvíkingar unnu til níu verðlauna og Þróttarar komust sjö sinnum á verðlaunapall. Þeir Markús Ottason, Snorri Stefánsson og Hrafnkell Sigurðarson úr Grindavík unnu til gullverðlauna á meðan Þróttararnir Guðrún Aðalsteinsdóttir, Patrekur Unnarsson og Jóhann Jónsson frá Þrótturum nældu í gull.
Úrslit frá mótinu má finna hér.