Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Júdódeild UMFN fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Mánudagur 10. september 2012 kl. 09:56

Júdódeild UMFN fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Júdódeild UMFN hefur fengið viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er þar með þriðja júdódeildin á landinu sem fær þessa viðurkenningu. Viðurkenningin var afhent fyrir helgi.

Deildin er ung að árum því hún var stofnuð 8. september 2010 og verður því tveggja ára á morgun. Sigríður Jónsdóttir frá ÍSÍ kom meðal annars inn á  að það væri merki um hversu kraftmikil deildin er, hve fljótt deildin hafi markað sér stefnu um að vera fyrirmyndarfélag ÍSÍ og vinna þannig markvisst að því að gera alla umgjörð í kringum deildina sem fagmannlegasta. Í deildinni eru nú rúmlega 100 iðkendur, sem gerir deildina eina af fjölmennustu júdódeildum landsins. Frá stofnun hafa fjölmargir íslandsmeistaratitlar, Mjölnir open titlar og  titlar á mótum JSÍ (Júdósambands íslands) komið í hús. Sýnir þetta hversu kraftmikil deildin er og hvað börnin og unglingarnir leggja sig vel fram um að ná árangri.

Björgvin Jónsson formaður Júdódeildar UMFN tók við viðurkenningunni úr hendi Sigríðar Jónsdóttur frá ÍSÍ sem og fána fyrirmyndar verkefnisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024