Miðvikudagur 14. október 2009 kl. 09:20
Jósef skoraði sigurmark Íslands
Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson var hetja U21 árs landsliðs Íslands sem sigraði Norður-Írland á Grindavíkurvelli í gær með tveimur mörkum gegn einu. Jósef kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik og skoraði annað mark Íslands sem reyndist sigurmarkið í leiknum.
Mynd/www.grindavik.is