Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jósef loks löglegur með Grindvíkingum
Laugardagur 20. ágúst 2011 kl. 09:41

Jósef loks löglegur með Grindvíkingum

Bakvörðurinn sterki Jósef Kristinn Jósefsson er orðinn gjaldgengur aftur með Grindvíkingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Jósef sem samdi við búlgarska félagið PSFC Chernomorets Burgas fyrr í vetur en kom heim í vor vegna þess að Búlgararnir stóðu ekki við gerða samninga. Jósef hefur æft með Grindvíkingum undanfarið meðan unnið var í hans málum.

Búlgarska félagið neitaði að skrifa undir félagaskipti og fór málið inn á borð alþjóðaknattspyrnusambandsins sem hefur nú loksins gert Grindvíkinginn lausan allra mála hjá búlgarska félaginu.

Jósef verður því líklega í hóp Grindvíkinga sem taka á móti Víkingum á mánudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024