Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jónas og Hörður í U 21 árs liðinu
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:06

Jónas og Hörður í U 21 árs liðinu

Knattspyrnumennirnir Jónas Guðni Sævarsson og Hörður Sveinsson, sem báðir leika með Landsbankadeildarliði Keflavíkur, verða í U 21 árs hópnum sem mætir Króötum og Búlgörum á næstu dögum.

Leikirnir báðir eru liðir í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn gegn Króötum er hér á Íslandi og fer hann fram á KR velli í Reykjavík og hefst kl. 17:00 n.k. föstudag.

Seinni leikurinn sem er gegn Búlgaríu fer fram í Sofia miðvikudaginn 6. september.

VF-myndir: efri mynd: Hörður, neðri mynd: Jónas

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024