Jónas með sitt fyrsta landsliðsmark
Knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson gerði í dag sitt fyrsta landsliðsmark fyrir íslenska A-landsliðið í knattspyrnu þegar Færeyingar komu í heimsókn í Kórinn í Kópavogi. Jónas sem er fyrrum fyrirliði Keflavíkur leikur nú með KR skoraði fyrsta mark leiksins með skalla skömmu fyrir hálfleik.
Fleiri Keflvíkingar komu við sögu í leiknum þar sem Símun Samuelsen var í byrjunarliði Færeyja og Hallgrímur Jónasson kom inn á leikvöllin í síðari hálfleik.
Lokatölur leiksins voru 3-0 íslenska liðinu í vil.