Föstudagur 1. júní 2007 kl. 11:24
Jónas Ingason til liðs við Þróttar í Vogum
Körfuknattleiksmaðurinn Jónas Ingason mun leika með 1. deildarliðinu Þrótti Vogum á næstu leiktíð en Jónas hefur leikið allan sinn feril með Njarðvíkingum en hefur ekki fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins.
Þróttur Vann sér inn sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð eftir sigur í úrslitaleik gegn grönnum sínum úr Sandgerði. Ingvi Steinn Jóhannsson, þjálfari Þróttar, sagði í samtali við Víkurfréttir að Jónas væri kærkomin viðbót við lið Þróttar sem ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni á næstu leiktíð.