Jónas hættir sem formaður
Jónas Karl Þórhallsson er hættur sem formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur en hann hefur gengt þeirri stöðu samfleytt síðan árið 1999. Það ár tók hann formannsstólinn í annað sinn.
Jónas hefur verið í stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur í um 30 ár en mun nú taka sæti í varastjórn félagsins og er því ekki að öllu hættur afskiptum af fótboltanum í Grindavík.
Jón Gíslason tók við formennsku af Jónasi á aðalfundi knattspyrnudeildar.
VF-mynd/ Þorgils Jónsson – Frá undirritun leikmannasamninga. Jónas er lengst til hægri á myndinni.