Jónas Guðni fer til Halmstad
Keflvíkingurinn Jónas Guðni Sævarsson, sem leikið hefur með KR undanfarin tvo tímabil, er á leið í atvinnumennsku til Svíþjóðar en hann mun ganga til liðs við Halmstad sem leikur í efstu deild þar í landi. Hann gerir þriggja ára samning við félagið en hann mun leika sinn lokaleik fyrir KR þegar liðið mætir Larissa í Evrópukeppni félagsliða á fimmtudaginn.
Jónas Guðni er uppalinn Keflvíkingur og var fyrirliði liðsins áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við KR. Þetta er án efa mikil lyftistöng fyrir Jónas sem er 27 ára gamall og því var þetta eitt af hans síðustu tækifærum á að komast í atvinnumennsku.
VF-MYND: Jónas Guðni Sævarsson er á leið til Halmstad í Svíþjóð en hér er hann í leik með Keflvíkingum fyrir tveimur árum.