Jón Valgeir Suðurnesjatröllið
Keppt var í þremur greinum aflrauna í Grindavík sl. mánudagskvöld. Sterkustu menn landsins kepptu um titilinn Suðurnesjatröllið og var um mikil átök að ræða hjá þessum tröllvöxnu mönnum. Úrslitin urðu þau að Jón Valgeir Williams hlaut flest stig og er því Suðurnesjatröllið 2002.Í öðru sæti var Grétar Guðmundsson og í þriðja sæti var Terry D. Walsh.