Jón Tómas og Hilmar Þór bestir hjá Þrótti Vogum
Lokahóf Þróttara frá Vogum fór fram á laugardagskvöld. Leikmenn, stjórnarfólk og stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag eftir sigur á Reyni í lokaumferð 3. deildar og héldu uppá 5. sætið með myndarbrag.
Leikmaður ársins:
Jón Tómas Rúnarsson
Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna:
Hilmar Þór Hilmarsson
Efnilegasti leikmaður:
Arnar Tómasson
Markakóngur:
Tómas Ingi Urbancic með 7 mörk í 8 leikjum.
Besti félagi:
Kristinn Aron Hjartarson
Viðurkenningar fyrir 50 leiki:
Jóhann Baldur Bragason og Magnús Ólafsson
Björgvin Vilhjálmsson fékk kveðjugjöf frá félaginu. Björgvin tók að sér að stýra Þrótturum út tímabilið þegar mótið var hálfnað. Þróttur hafnaði í 5. sæti 3. deildar, er það besti árangur í sögu Þróttar.
Stuðningsmaður ársins:
Haukur Þórisson