Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón stóð við orð sín - Keflavík vann meistarana
Daniela átti stórleik með Keflavík og skoraði 36 stig. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 11. mars 2020 kl. 23:35

Jón stóð við orð sín - Keflavík vann meistarana

Keflavíkurstúlkur unnu magnaðan sigur á efsta liði deildarinnar, Val, 94:85 eftir framlengdan leik í Domino’s deildinni en leikið var í Blue höllinni í kvöld.

Meistarar síðasta árs byrjuðu betur í leiknum og leiddu með níu stigum eftir fyrsta fjórðung. Keflavík vann þrjú stig til baka en var sex stigum undir í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðji leikhluti var hnífjafn en í þeim síðasta komu heimakonur sterkar inn og unnu hann og jöfnuðu leikinn. Í framlengingu var Keflavík miklu sterkari aðilinn og vann frábæran sigur.

Daniela Wallen Morillo átti enn einn stórleikinn og skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var næst með 14 stig og 7 fráköst og Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 13. Frábær frammistaða hjá hinu unga Keflavíkurliði.

Sigurinn fer langt með að tryggja Keflavík inn í úrslitakeppnina en liðið er nú í 3. sæti með 32 stig og á leik inni gegn Snæfelli sem er í þriðja neðsta sæti.

Jón Halldór þjálfari og stelpurnar hafa ekki sagt sitt síðasta orð í þessu móti en í byrjun þess sagði hann við fréttamann Víkurfrétta að Keflavík myndi vinna Val í vetur. Hann er alla vega búinn að standa við það.

Grindavíkurstúlkur eiga litla möguleika á að halda sér í deildinni en þær töpuðu fyrir Snæfelli á útivelli 79:65. Þær skoruðu aðeins 22 stig í fyrri hálfleik og sáu ekki til sólar eftir það. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 21 stig og Tania Pierre-Marie var með 15 stig sem og Elísabet Ýr Ægisdóttir. Þær eru á botninum með 4 stig en Blikastúlkur eru með 8 stig og unnu Hauka í þessari umferð.

Keflavík-Valur 94-85 (18-27, 21-18, 20-20, 20-14, 15-6)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 36/17 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 14/7 fráköst/6 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 13, Anna Ingunn Svansdóttir 11/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 9/13 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Irena Sól Jónsdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.
Valur: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 20/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 17, Kiana Johnson 14/9 fráköst/10 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 14/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Micheline Mercelita 11/13 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4, Lea Gunnarsdóttir 0, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.

Snæfell-Grindavík 79-65 (19-10, 23-12, 24-23, 13-20)

Snæfell: Emese Vida 16/11 fráköst, Veera Annika Pirttinen 15/5 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 13, Amarah Kiyana Coleman 13, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Vaka Þorsteinsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0.
Grindavík: Bríet Sif Hinriksdóttir 21/4 fráköst, Tania Pierre-Marie 15/15 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 15/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Hulda Björk Ólafsdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Skúladóttir 3/6 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 2/4 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 0, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Vikoría Rós Horne 0.


Staðan:
1       VAL     25      22      3       2164    -       1671    44
2       KR      25      18      7       1903    -       1635    36
3       KEF     24      16      8       1795    -       1709    32
4       SKA     25      15      10      1686    -       1713    30
5       HAU     25      14      11      1810    -       1738    28
6       SNÆ     24      8       16      1633    -       1852    16
7       Breiðablik      25      4       21      1636    -       1984    8
8       GRI     25      2       23      1600    -       1925    4