Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Ólafur tekur við kvennaliði Grindavíkur
Petra Rós Ólafsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna, og Jón Ólafur, nýráðinn þjálfari. Mynd: UMFG
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 15. janúar 2021 kl. 16:06

Jón Ólafur tekur við kvennaliði Grindavíkur

Jón Ólafur Daníelsson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Grindavík í knattspyrnu og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni á næsta keppnistímabili. Jón Ólafur tekur við þjálfun liðsins af Ray Anthony Jónssyni sem lét af störfum sem þjálfari liðsins í vetur. Grindavík fangaði sigri í 2. deild kvenna í haust og leikur því í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

Jón Óli starfaði hjá félaginu um miðjan síðasta áratug og náði frábærum árangri hjá yngri flokkum félagsins. Hann er þrautreyndur þjálfari og kemur frá Vestmannaeyjum þar sem hann hefur komið að þjálfun flestra flokka, allt frá yngri flokka þjálfun og upp í þjálfun meistaraflokka félagsins hjá báðum kynjum.

„Við erum afar glöð með að hafa tryggt okkur þjónustu Jóns Óla við þjálfun meistaraflokksins á tímabilinu sem er framundan,“ segir Petra Rós Ólafsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum að fá mjög hæfan þjálfara til starfa sem þekkir félagið mjög vel og hefur náð frábærum árangri á sínum ferli. Hann fær ungan en spennandi leikmannahóp í hendurnar og við erum þess fullviss um að hann geti gert okkar leikmenn enn betri. Við förum með tilhlökkun inn í nýtt ár og við teljum að ráðning Jóns Óla sé til marks um þann metnað sem við viljum sýna í kvennaknattspyrnunni í Grindavík.“